Virkni umfram venjulegt ástand

Vegna jarðskjálftahrinu í Kötlu hefur litakóða fyrir flugumferð yfir eldstöðina verið breytt úr grænum lit í gulan. Það að litakóðinn sé gulur þýðir að eldstöðin sýni merki um virkni umfram venjulegt ástand. Næsta stig fyrir ofan gula litinn er appelsínugult og þýðir að eldstöðin sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Til þess hefur þó ekki komið enn.

Litakóðinn er í samræmi við tilmæli Alþjóðaflugmálastofnunnar og gefur flugmönnum, almenningi og flugmálayfirvöldum upplýsingar um ástand eldfjalla.

Eins og áður kom fram var öflug skjálftahrina í Kötlu og mældust fjórir skjálftar yfir 3 að stærð í hádeginu. 

Að sögn sér­fræðings á vakt hjá jarðvár­sviði Veður­stof­unn­ar hef­ur nú dregið úr virkni að nýju. Enn mæl­ist þó stöðug smá­skjálfta­virkni í Kötlu þó eng­in merki finn­ist um gosóróa.

Hér má fræðast meira um litamerkingar vegna viðbúnaðar við eldgosum.

Hér má sjá litakóðana fyrir öll eldfjöll á Íslandi í …
Hér má sjá litakóðana fyrir öll eldfjöll á Íslandi í dag. Katla er eina eldstöðin sem er merkt með gulum lit.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert