Kanna möguleika á vesturbakkanum

Jökulsárlón líður fyrir skort á aðstöðu fyrir ferðamenn.
Jökulsárlón líður fyrir skort á aðstöðu fyrir ferðamenn. mbl.is/RAX

„Það sem liggur að baki er að hreyfa við þessu máli og kanna hvort vilji sé hjá eiganda vesturbakkans að heimila þar uppbyggingu,“ segir Sæmundur Helgason, formaður bæjarráðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Bæjarráð samþykkti nýlega bókun þar sem það er harmað að ekki skuli hefjast uppbygging á aðstöðu til móttöku ferðafólks við Jökulsárlón og bæjarstjóra falið að ræða við ríkið sem á þjóðlenduna hinum megin lónsins um hugsanlega uppbyggingu þar.

Sveitarfélagið lét deiliskipuleggja svæði í nágrenni núverandi aðstöðu ferðaþjónustunnar við Jökulsárlón og hefur hvatt eindregið til þess að þar yrði byggð upp aðstaða til að taka á móti ferðafólki. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að um 500 þúsund ferðamenn leggi leið sína að lóninu á ári hverju. Náttúruperlan líði fyrir skort á aðstöðu og telur bæjarráð að ekki verði öllu lengur unað við það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert