Sundhöllinni umbreytt í skóg

Það er stuð og stemmning í Sundhöllinni í dag.
Það er stuð og stemmning í Sundhöllinni í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sundbíó Reykjavík International Film Festival er orðinn fastur liður hjá mörgum íslenskum fjölskyldum. Í ár er Sundhöllinni umbreytt í snjóþungan skóg þar sem Greppikló býr ásamt Greppibarninu sínu. Búta úr skóginum er að finna á víð og dreif um búningsklefana þar sem skógarhljóðin hljóma og skuggi músarinnar sem gabbaði Greppikló forðum læðist með veggjum.

Sýningin á Greppibarninu er haldin í samstarfi við Sundlaugar Reykjavíkurborgar og Huldufugl. Í dag eru fjórar sýningar klukkan 13, 14, 15 og 16. Í kvöld verða síðan tvær sýningar á Frankenstein í Sundhöllinni klukkan 20 og 22.

Ljósmyndari mbl.is leit við í Sundhöllinni og fangaði stemmninguna.

Í ár er Sundhöllinni umbreytt í snjóþungan skóg þar sem …
Í ár er Sundhöllinni umbreytt í snjóþungan skóg þar sem Greppikló býr ásamt Greppibarninu sínu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Líf og fjör í Sundhöllinni.
Líf og fjör í Sundhöllinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert