Katla til friðs en áfram lokanir

Mýrdalsjökull
Mýrdalsjökull Artist

Rólegt hefur verið á jarðskjálftavaktinni á jarðvársviði Veðurstofu Íslands í nótt og aðeins nokkrir smáskjálftar verið á Kötlusvæðinu. Áfram er lokað fyrir umferð um veginn að Sólheimajökli og verður hann lokaður í dag. Eins er óheimilt að ganga á jökulinn.

Sólheimajökull
Sólheimajökull mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi verða aðstæður metnar á ný strax eftir helgi. 

Mælst er til þess að ekki sé dvalið á víðavangi yfir nótt allt frá Skógum að Dyrhólavegi og frá útjaðri Víkurþorps í austri að Kúðafljóti. Er þetta gert til að auðvelda viðbragðsaðilum ef til rýmingar kæmi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Engir skjálftar yfir 3 stig hafa mælst í Mýrdalsjökli frá því á föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert