Leita vitna að dýraníði

Matvælastofnun óskar eftir vitnum að misþyrmingu á lambi við smölun sauðfjár í Öxnadal í Eyjafirði helgina 17-18. september 2016. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og leitar vitna að atvikinu. Talið er að fjöldi manns hafi verið viðstaddur þegar atvikið átti sér stað.

Frétt mbl.is: Grunur um dýraníð í Hörgárdal

Frétt mbl.is: Fordæma allt dýraníð

Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST.

Vitni eru beðin um að senda Matvælastofnun lýsingu á atvikinu í gegnum tilkynningakerfi Matvælastofnunar á forsíðu mast.is undir Senda ábendingu, með tölvupósti á netfangið mast@mast.is eða að hafa samband við stofnunina í síma 530-4800.

Tilkynningin í heild:

„Matvælastofnun óskar eftir vitnum að misþyrmingu á lambi við smölun sauðfjár í Öxnadal í Eyjafirði helgina 17-18. september 2016. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og leitar vitna að atvikinu. Talið er að fjöldi manns hafi verið viðstaddir þegar atvikið átti sér stað. Vitni eru beðin um að senda Matvælastofnun lýsingu á atvikinu í gegnum tilkynningakerfi Matvælastofnunar á forsíðu mast.is undir Senda ábendingu, með tölvupósti á netfangið mast@mast.is eða að hafa samband við stofnunina í síma 530-4800.

Bent er á að tilkynnandi getur óskað eftir því að nafni hans verði haldið leyndu gagnvart öðrum en Matvælastofnun eða lögreglu. Ef líklegt má telja að hagsmunir viðkomandi skaðist ef greint er frá nafni hans skal fallast á ósk um nafnleynd. Ef ekki eru forsendur til þess að fallast á nafnleynd er tilkynnanda heimilt að draga tilkynningu sína til baka.

Í lögum nr. 55/2013 um velferð dýra segir: „Leiki grunur á að meðferð á dýrum brjóti gegn lögum þessum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim skal sá sem verður þess var tilkynna það Matvælastofnun eða lögreglu svo fljótt sem auðið er. Sé mál tilkynnt lögreglu skal hún tilkynna Matvælastofnun um það. Matvælastofnun skal kanna hvort tilkynning sé á rökum reist.“ Framburður vitna getur skipt sköpum um það hvort hægt sé að draga þá til saka sem fara illa með dýr. Stöndum saman vörð um velferð dýra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert