Fundi um flug frestað vegna veðurs

Veður þykir ekki henta til flugs í dag, og þarf …
Veður þykir ekki henta til flugs í dag, og þarf engan að undra. mbl.is/RAX

Fresta verður fundi, sem halda átti klukkan 17 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, um framtíð Reykjavíkurflugvallar, þar sem ekki verður flogið norður vegna stormviðvörunar.

Fyrirhugað var að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, yrði einn framsögumanna en hann kemst ekki til Akureyrar sökum þessa. Boðað verður til annars fundar innan tíðar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Akureyrarbæ.

Samkvæmt fyrri tilkynningu frá bænum var boðað til fundarins vegna styrs, sem staðið hafi um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar á síðustu árum. Vangaveltur hafi verið um hvort flytja eigi innanlandsflugið til Keflavíkur eða byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Á síðari árum hafi bæjarstjórn og bæjarráð Akureyrar ítrekað bókað um mikilvægi Reykjavíkurflugvallar.

Frétt mbl.is: Varasamt hvassviðri gengur yfir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert