Skip strandaði á Siglufirði

Skipið Rifsnes á siglingu. Mynd úr safni mbl.is.
Skipið Rifsnes á siglingu. Mynd úr safni mbl.is. mbl.is/Alfons Finnsson

Línubáturinn Rifsnes strandaði í kvöld á sandrifi rétt utan við Siglufjarðarhöfn. Björgunarbáturinn Sigurvin frá björgunarsveitinni Strákum var kallaður út til að draga bátinn af rifinu, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. 

Uppfærð frétt kl. 20.50: Skipið komið til hafnar

Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður segir í samtali við mbl.is að áhöfn bátsins telji um átta til tólf manns, en að engin hætta sé á ferðum.

„Björgunarskipið er að tosa í hann. Þetta kemur svo allt með rólegheitunum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert