Í nokkrar sekúndur í 96°C heitu vatni

Vatnið í þrónni var við suðumark.
Vatnið í þrónni var við suðumark. mbl.is/Rax

Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri, sem slasaðist alvarlega þegar hann féll í hver á Flúðum um helgina, er enn á gjörgæsludeild Landspítalans. Brenndist hann á höndum, fótum og bringu. 

Lögreglan á Suðurlandi segir að vatnið í þrónni við Gömlu laugina á Flúðum sem maðurinn féll í  hafi verið 96°C heitt.

Aðdragandinn mun hafa verið með þeim hætti að maðurinn fór upp úr lauginni og gekk nokkra metra að timburgöngustíg. Þegar hann steig upp á hann hrasaði hann og féll í þróna. Honum tókst að koma sér upp af sjálfsdáðum en hafði þá verið í nokkrar sekúndur í nær sjóðandi vatninu sem var um 25 sentimetra djúpt.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn á slysstað og lenti hún við Landspítalann klukkan 22:15 á laugardagskvöld.

Frétt mbl.is: Fór inn á lokað hverasvæði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert