Ljósleiðari í sundur fyrir austan Vík

Strengurinn slitnaði á milli Víkur og Fagurhólsmýrar.
Strengurinn slitnaði á milli Víkur og Fagurhólsmýrar. mbl.is/Ómar

Stofnstrengur ljósleiðara hefur rofnað á milli Víkur og Fagurhólsmýrar. Slit leiðarans hefur víðtæk áhrif á fjarskiptasamband fyrir austan Vík og að Kirkjubæjarklaustri, samkvæmt upplýsingum frá Mílu.

Þá getur rofið einnig haft áhrif á Tetra, fjarskiptakerfið sem Neyðarlínan notast við. Er viðgerð því í algjörum forgangi, að sögn Sigurrósar Jónsdóttur upplýsingafulltrúa Mílu.

„Nú er unnið að því að greina hvar slitið varð svo hægt sé að fara á staðinn og laga strenginn,“ segir Sigurrós í samtali við mbl.is. „ Þetta verður unnið eins hratt og hægt er og eru allir nú mættir í stjórnstöð til að ganga í málið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert