Skoða merkingar á framkvæmdasvæðinu

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Tveggja bíla árekstur varð í gær á gatnamótum Hafnavegar og Reykjanesbrautar þar sem Vegagerðin vinnur nú að byggingu undirganga undir Reykjanesbraut. Atli Már Gylfason, einn talsmanna „Stopp hingað og ekki lengra,“ sagði í gær að merkingar við framkvæmdasvæðið væru óljósar. 

Frétt mbl.is: Árekstur á Reykjanesbraut

Frétt mbl.is: „Þessi vegakafli er dauðans alvara“

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir í samtali við mbl.is að merkingar á svæðinu verði skoðaðar í dag. „Við munum fara yfir þetta með lögreglunni,“ segir Pétur og bætir við að bætt verði úr merkingum ef þess reynist þörf.

Hópurinn „Stopp hingað og ekki lengra“ var stofnaður í júlí sl. og hefur síðan barist fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar. G. Pétur segir að slíkar framkvæmdir séu í fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018 sem nú er til umræðu á Alþingi en að þær hefjist í fyrsta lagi í byrjun næsta árs: „Þetta myndi byrja með því að gerð yrðu mislæg gatnamót við Krýsuvíkurgatnamótin og síðan tvöfaldað í átt að Hafnarfirði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert