Stjórnvöld ætlað að láta teyma sig

Frá Kröfluvirkjun. Framkvæmdaleyfið var gefið út fyrir lagningu Kröflulínu 4.
Frá Kröfluvirkjun. Framkvæmdaleyfið var gefið út fyrir lagningu Kröflulínu 4. mbl.is/GSH

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skútustaðahrepps um veitingu framkvæmdaleyfis til Landsnets, vegna Kröflulínu 4.

„Þetta náttúrulega styður okkar málflutning um það að þarna hafi ekki verið leitað allra leiða til að fara sem umhverfisvænstu leiðina, þannig að það er ánægjulegt að það mat okkar sé stutt af úrskurði nefndarinnar,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, sem kært hafði ákvörðunina, í samtali við mbl.is.

Mikið áhyggjuefni

Segir í úrskurðinum, sem birtur var í dag, að ekki hafi verið gætt ákvæða skipulagslaga og náttúruverndarlaga við ákvörðunina, auk þess sem sveitarstjórn hafi ekki fullnægt þeirri rannsóknarskyldu sem stjórnsýslulög kveða á um.

Þessir ágallar þyki óhjákvæmilega leiða til ógildingar ákvörðunarinnar, sem kærð var af Fjöreggi, félagi um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, og Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtaka Íslands.

„Það er náttúrlega mikið áhyggjuefni að stjórnvöld hafi ætlað í rauninni að láta teyma sig inn í þann gjörning að fella þetta úr gildi og þar með að skera Landsnet úr þeirri snöru sem fyrirtækið var í,“ útskýrir Guðmundur og vísar þar til frumvarps sem fyrir liggur á Alþingi vegna málsins. Þingfundi var frestað eftir að úrskurðurinn féll en á að halda áfram í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert