Krefjast staðfestingar á leigurétti

Ýmis­húsið er í eigu Stofn­un­ar múslima. Menningarsetrið krefst þess að …
Ýmis­húsið er í eigu Stofn­un­ar múslima. Menningarsetrið krefst þess að leiguréttur þeirra verði virtur, en deilt er um samninga sem gerðir voru árið 2012. mbl.is/Árni Sæberg

Í dag var þingfest mál Menningarsetri múslima á Íslandi gegn Stofnun múslima á Íslandi. Þar er þess krafist að leiguréttur Menningarsetursins í Ýmishúsinu í Skógarhlíð verði staðfestur. Málið á sér talsverða forsögu, en í júní var Menningarsetrið borið út úr húsnæðinu.

Oddgeir Einarsson, lögmaður Menningarsetursins segir í samtali við mbl.is að áður hafi verið dæmt um útburð, en að nú sé óskað eftir efnislegri niðurstöðu dómstóla á gildi leigusamningsins sem gerður var.

Stofnun múslima er eigandi hússins, en það var keypt árið 2010. Stofnunin sagði fyrr á þessu ári að það hafi gert afnotasamning við Menningarsetrið og að staðið hafi til að gerður yrði húsaleigusamningur. Drög að þeim samningi hafi verið gerð og dagsett 20. desember 2012 og átt að gilda til 31. desember 2023. Næsta dag hafi hins vegar verið ákveðið að breyta fyrirkomulaginu og gefa Menningarmiðstöðinni afnotarétt af hluta hússins án endurgjalds. Þetta hafi verið staðfest með samningi sem er dagsettur 21. desember 2012, en að fyrri samningurinn hafi með þessu verið feldur niður.

Fyrri samn­ing­ur­inn var und­ir­ritaður og vottaður, en sá síðari var und­ir­ritaður af ein­um manni fyr­ir hönd hvors aðila og held­ur Menn­ing­ar­setrið því fram að sá samn­ing­ur hafi verið dag­sett­ur aft­ur í tím­ann og að sá sem und­ir­rit­ar samn­ing­inn fyr­ir þeirra hönd hafi ekki gert það fyrr en eft­ir að hann tók að starfa með Stofn­un múslima. Menn­ing­ar­setrið af­henti fyrri samn­ing­inn til þing­lýs­ing­ar 22. janú­ar 2015. Í úrskurðinum um útburð kom fram að seinni samningurinn hafi fellt fyrri samninginn úr gildi.

Oddgeir segir að Menningarsetrið vilji fá efnislega niðurstöðu um lögmæti leiguréttarins og að seinni samningurinn sé ekki gildur. Voru meðal annars lögð fram gögn frá Reykjavíkurborg og Orkuveitunni sem sýna fram á að Menningarsetrið hafi verið greiðandi orkureikninga og að undanþága hafi fengist fyrir fasteignagjöldum af eigninni á þeim grundvelli að húsið væri nýtt í trúarlegum tilgangi þar sem Menningarsetrið hafi verið leigutaki þess.

Frestur var gefinn til að skila greinargerðum áður en málið heldur áfram í héraðsdómi.

Menningarsetrið var borið út úr Ýmishúsinu í júní.
Menningarsetrið var borið út úr Ýmishúsinu í júní. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert