Óvissa um sérlögin vegna Bakka

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir úrskurð umhverfis- og auðlindanefndar nú …
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir úrskurð umhverfis- og auðlindanefndar nú til skoðunar hjá ráðuneytunum sem stóðu að Bakkafrumvarpinu . mbl.is/Eggert

Ekki liggur fyrir hvort það borgar sig að halda frumvarpinu um heim­ild fyr­ir Landsnet til að reisa og reka raflín­ur milli Þeistareykja­virkj­un­ar og iðnaðarsvæðis­ins á Bakka til streitu, að sögn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins.

„Það er verið að skoða þessi mál og hvort halda eigi áfram með sérlögin vegna þess að það er æði margt og mikið í húfi fyrir almannahagsmuni,“ segir Ragnheiður og kveðst þar ekki eingöngu eiga við íbúa fyrir norðan heldur séu einnig undir ýmsir aðrir hagsmunir sem skipta Íslendinga sem heild máli.

Frumvarpið var tekið af dagskrá Alþingis í gær eftir að úr­sk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála felldi úr gildi ákvörðun Skútustaðahrepps frá því í apríl sl., þess efn­is að samþykkja fram­kvæmda­leyfi handa Landsneti hf. fyr­ir Kröflu­línu 4.

Ragnheiður segir málið nú vera til skoðunar hjá ráðuneytunum þremur sem að því stóðu.

„Forsætisráðuneytið, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið og umhverfisráðuneytið eru nú að fara yfir þennan úrskurð og ráða ráðum sínum,“ segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert