240 mjólkurkýr voru á einu búi

Heildarfjöldi nautgripa á síðasta ári reyndist vera 78.776.
Heildarfjöldi nautgripa á síðasta ári reyndist vera 78.776. mbl.is/Styrmir Kári

Flestar mjólkurkýr á einu búi síðasta vetur voru 240, en samtals voru 552 nautgripir á því búi. Næstflestar mjólkurkýr á einu búi voru 176, en þar voru 455 nautgripir.

Samtals voru 2.121 mjólkurkýr á fimmtán stærstu búunum sem gerir 7,7%. Fjöldi búa með nautgripi var 853 og þar af eru 846 bú á lögbýlum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Heildarfjöldi nautgripa á síðasta ári reyndist vera 78.776. Ef skoðuð er dreifing nautgripa eftir stærð búa kemur í ljós að tæplega 38% þeirra allra eru á búum sem telja fleiri en 150 nautgripi og tæplega 32% nautgripa eru á búum með 101-150 gripi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert