Fleiri leiðir til skoðunar

Hvert mannvirkið rís á fætur öðru á Þeistareykjum. Hins vegar …
Hvert mannvirkið rís á fætur öðru á Þeistareykjum. Hins vegar eykst óvíssa um orkuafhendingu þaðan til Bakka. mbl.is/Helgi Bjarnason

Stjórnvöld eru að skoða nokkrar leiðir til að eyða óvissunni sem skapast hefur um atvinnuuppbyggingu á Norðausturlandi vegna kæra og úrskurða um línulagnir frá Þeistareykjavirkjun.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að meðal annars sé verið að athuga möguleika á að gera breytingar á lagafrumvarpi um deiluna eða hvort hægt sé að leysa málið með öðrum hætti.

Í þessu sambandi bendir ráðherrann á að umhverfismat framkvæmdanna hafi haldið. Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála hafi frekar ráðist af formi málsins en efni. Spurð hvort til greina komi að Skútustaðahreppur leysi úr ágöllum málsmeðferðar sinnar segir Ragnheiður að verið sé að fara yfir þann möguleika. Hún vill þó ekki útiloka lagasetningu. „Markmiðið er að eyða óvissu um framhald verkefnisins. Þessi ríkisstjórn og sú sem var á undan hafa staðið að baki því með margvíslegri lagasetningu þannig að vilji löggjafans er skýr.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert