Flytja á Goran úr landi

Goran Renato verður fluttur úr landi á morgun, að öllu ...
Goran Renato verður fluttur úr landi á morgun, að öllu óbreyttu. Skjáskot úr viðtali mbl.is

Flytja á Goran Renato úr landi á morgun, sem kom hingað til lands í mars eftir að hafa komið að ströndum grísku eyjarinnar Lesbos tveimur mánuðum áður. Fréttir af Goran, sem er frá Kúrdahéruðum Íraks, vöktu mikla athygli hér á landi fyrr á árinu, þegar hann átti þó enn eftir að drepa hér niður fæti.

Ástæðan var frásögn Þórunnar Ólafsdóttur, formanns sjálf­boðaliðasam­tak­anna Akk­er­is, sem þá var stödd á Lesbos, af kynnum hennar og Gorans. Hún spyr nú ráða um hvað sé hægt að gera fyrir Goran.

„Viss um að landið væri gott land“

„Þar sem ég stóð og deildi út þurr­um föt­um til fólks­ins úr bátn­um sem kom í land rétt fyr­ir miðnætti lenti ég á spjalli við bros­mild­an mann frá Kúr­d­ist­an. Hann talaði mjög góða ensku og aðstoðaði mig við að túlka þegar þörf var á. Aðspurður sagði hann mér að all­ir úr hópn­um væru heil­ir á húfi og þau feg­in að vera kom­in í land,“ skrif­aði Þór­unn í janúar.

Frétt mbl.is: Baðst afsökunar fyrir hönd Íslendinga

„Ég spurði hvort hann hefði ein­hvern sér­stak­an áfangastað í huga, hann brosti og spurði hvort ég hefði ein­hverj­ar góðar upp­ástung­ur. Ég hélt hina vana­legu ræðu um lönd sem væru ör­ugg­ari en önn­ur, sagði frá hertu eft­ir­liti í Svíþjóð og varaði sterk­lega við þeim lönd­um sem koma hvað verst fram við fólk á flótta.

Hann hló dill­andi hlátri og sagði að ég þyrfti ekki að hafa áhyggj­ur af því að hann færi að æða þangað. Hann væri bú­inn að kynna sér mál­in vel og ætlaði til lands sem væri ekki yf­ir­fullt af fólki og myndi ef­laust hjálpa hon­um, enda viss um að landið væri gott land. Landið var Ísland.“

Eftir komuna til Íslands í mars sagði Goran í samtali við mbl.is að hann hefði flúið Kúrdistan þar sem hann hefði ekki getað hugsað sér að sinna her­skyldu.

Sjá myndskeið mbl.is: 50 prósent líkur á að lifa siglinguna af

Margir hafa fagnað ákaft komunni til grísku eyjarinnar Lesbos.
Margir hafa fagnað ákaft komunni til grísku eyjarinnar Lesbos. AFP

Einn slagur í einu, eitt líf í einu

Eins og áður sagði þá stendur til að flytja Goran úr landi á morgun, á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Að óbreyttu verður hann fluttur til Þýskalands, en þar í landi voru fingraför tekin af honum á leið hans til Íslands.

„En líkt og Goran er ég veik fyrir þeirri hugmynd að ekkert sé ómögulegt. Þess vegna fékk ég leyfi hans til að birta þessa færslu og biðja ykkur um ráð, hugmyndirnar hjálp. Því þrýstingur frá almenningi virðist eina leiðin til að hafa áhrif á okkar handónýta kerfi.

Einn slagur í einu. Eitt líf í einu. Hvað getum við gert?“ spyr Þórunn í færslu á Facebook-síðu sinni nú í kvöld, sem sjá má hér að neðan.

mbl.is

Innlent »

Mega flytja mjaldra til Eyja

21:30 Vestmannaeyjabær hefur fengið heimild Umhverfisstofnunar til innflutnings á mjöldrum frá Kína til Eyja. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við mbl.is, en um er að ræða samstarfsverkefni með fyrirtækinu Merlin Entertainment. Meira »

Stöðva rekstur ef slökkt er á ofninum

21:00 Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur kísilverksmiðju United Silicon, komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megavött. Meira »

Forvitnilegt súpurölt um Hvolsvöll

21:00 „Hátíðin hefur vaxið síðustu ár og sérstaklega síðust fimm ár. Það er alltaf fullt á tjaldsvæðinu og margir brottfluttir Hvolsvellingar láta sjá sig,“ segir Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra um Kjötsúpuhátíðina sem verður haldin á Hvolsvelli um helgina. Meira »

Strætó ekur á hjólreiðamann

20:40 Strætisvagn ók á hjólreiðamann á gatnamótum Miklubrautar og Háleitisbrautar laust fyrir hálfníu í kvöld.  Meira »

Vantar þrjá kennara í Hafnarfirði

20:25 Í Hafnarfirði vantar þrjá grunnskólakennara til starfa þegar tölur voru teknar saman í gær, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ. Í Störf skólaliða og stuðningsfulltrúa vantar 12 starfsmenn og 13 frístundaleiðbeinendur á frístundaheimilum. Meira »

„Við getum ekki borgað okkur laun“

20:00 Við eldhúsborðið á Hallgilsstöðum í Þistilfirði situr sauðfjárbóndinn Maríus Halldórsson með reiknivél í hönd. Hann rýnir í nýútgefna verðskrá KS og reiknast til að fyrir lamb sem vegur 15 kíló fái hann greiddar 5.600 krónur. Meira »

„Það er manneskja á bakvið hvern draug“

19:36 Kristín Steinsdóttir rithöfundur á frumkvæði að gerð minningarskjaldar um Þórdísi Þorgeirsdóttur, sem var drepin í Stafdal ofan Seyðisfjarðar árið 1797 og fékk síðar á sig illt orð í þjóðsögum. Meira »

„Risastór og akfeitur sigur“

19:50 „Í ágúst ætla ég bara að nefna einn svo risa stóran og akfeitan sigur að ég ræð mér vart fyrir svo innilegri gleði, bara tilhugsunin um að ég geti þetta loksins aftur eftir tvö ár. Í tvö ár gat ég þetta ekki og ég hafði ekki nokkurn einasta möguleika á að æfa þetta.“ Meira »

Slasaðist á svifdreka við Hafravatn

19:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um sexleytið í kvöld til að aðstoða svifdrekaflugmann sem slasaðist í Hafrahlíð fyrir ofan Hafravatn. Meira »

Málaði minningarvegg um Bowie

19:15 Miðbærinn á Akranesi skartar nú vegglistaverki til minningar um tónlistarmanninn David Bowie. Verkið er framtak Björns Lúðvíkssonar, íbúa á Akranesi og mikils Bowie-aðdáanda. Björn fékk hugmyndina að veggnum í kjölfar andláts Bowies. Farið er að gera slíka minningarveggi víða um heim. Meira »

Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út

19:03 Hvorki fyrsti né ann­ar vinn­ing­ur gengu út í Vík­ingalottói kvölds­ins. Fyr­ir fyrsta vinn­ing voru í boði rúmir tveir millj­arðar króna, en um rúmlega 128 milljónir voru í boði fyr­ir ann­an vinn­ing. Meira »

Sveinbjörg Birna hættir í Framsókn

18:54 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hyggst hætta í Framsóknarflokknum. Meira »

Listnámið var hennar lán í óláni

18:35 Kristbjörg Ólafsdóttir var sextug þegar hún tók stúdentspróf frá sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík og 65 ára er hún útskrifaðist með BA-gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands, eftir að hafa áður starfað við viðskipti og verslun lunga starfsævinnar. Meira »

69 ábendingar um óþef á einum degi

17:55 Yfir 400 ábendingar um meinta lyktarmengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík hafa borist Umhverfisstofnun í ágúst. Um tugur ábendinga barst í dag en í gær voru þær margfalt fleiri eða 69. Verið er að keyra ofn verksmiðjunnar í gang aftur. Meira »

Leiðbeinendum fjölgar í grunnskólum

17:40 „Leiðbeinendum fjölgar í skólanum. Það þarf meiri slaka í þetta kerfi þannig að fólk með kennaramenntun geti farið á milli skólastiga og kennt,“ segir Lars Jóhann Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla. Meira »

Verði nýttur til uppbyggingar fyrir fatlaða

18:21 Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mun fá nýtt hlutverk verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins að lögum. Frumvarpið var til umræðu á fundi ríkisstjórnar í morgun. Meira »

Boða til auka-aðalfundar

17:53 „Okkur voru kynntar einhverjar lauslegar tillögur, þær eru ekki útfærðar og við erum náttúrlega bara að bíða eftir útfærslunni,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við mbl.is. Meira »

Ljósanótt haldin í 18. skipti

17:15 Hjólbörutónleikar, Queen messa, árgangsgangan og bryggjuball með Bæjarstjórnarbandinu verða meðal viðburða á Ljósanótt í Reykjanesbæ þetta árið. Meira »
Stálstólar nýklæddir - gæða stólar - sími 869-2798
Er með nokkra gæða íslenska stálstóla, þessa gömlu góðu á 12,500 kr, stykkið, N...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
Kolaportið alltaf gott veður !
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Húsbíll til sölu
Ford Transit Rimor húsbíll. Nýskr 05.2008. Ekinn 84 þús. 5 gíra. Eyðslugrann...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...