Guðmundur leiðir í Suðvestur

Guðmundur Magnússon leikari leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Guðmundur Magnússon leikari leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

Alþýðufylkingin hefur kunngert framboðslista sinn í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningum sem fara fram eftir tvær vikur. Það er Guðmundur Magnússon leikari sem leiðir listann, en Sara Bjargardóttir talmeinafræðinemi er í öðru sæti hans.

Listann má í heild sjá hér:

  1. Guðmundur Magnússon leikari, Reykjavík
  2. Sara Bjargardóttir talmeinafræðinemi, Mosfellsbæ
  3. Ægir Björgvinsson rennismiður, Hafnarfirði
  4. Þorvarður Kjartansson nemi, Garðabæ
  5. Sigrún Erlingsdóttir þjónustustjóri, Hafnarfirði
  6. Kristján Páll Kolka Leifsson félagsfræðingur, Hafnarfirði
  7. Kári Þór Sigríðarson búfræðingur, Akureyri
  8. Vilhjálmur Hjaltalín Jónsson stuðningsfulltrúi, Garðabæ
  9. Lárus Páll Birgisson sjúkraliði, Reykjavík
  10. Lilja Rún Kristbjörnsdóttir trésmíðanemi, Hafnarfirði
  11. Birna Lára Guðmundsdóttir, leiðbeinandi í leikskóla, Reykjavík
  12. Þorbjörg Una Þorkelsdóttir verkakona, Akureyri
  13. Sigurjón Þórsson tæknifræðingur, Hvammstanga
  14. Þórður Sigurel Arnfinnsson verkamaður, Reykjanesbæ
  15. Guðjón Bjarki Sverrisson stuðningsfulltrúi, Hafnarfirði
  16. Haukur Már Helgason heimspekingur, Reykjavík
  17. Þórir Jónsson bifreiðastjóri, Reykjanesbæ
  18. Gunnar J. Straumland kennari/myndlistarmaður, Hvalfjarðarsveit
  19. Guðrún Björk Jónsdóttir vöruhönnuður, Reykjavík
  20. Björk Þorgrímsdóttir, skáld og nemi, Reykjavík
  21. Lára Guðbjörg Sighvatsdóttir verslunarmaður, Reykjavík
  22. Björk María Kristbjörnsdóttir leikskólakennari, Mosfellsbæ
  23. Guðbrandur Loki Rúnarsson atvinnulaus, Reykjavík
  24. Sigurbjörn Ari Hróðmarsson tónlistarmaður, Reykjavík
  25. Jóhannes Ragnarsson, rannsóknamaður á Hafrannsóknastofnun, Ólafsvík
  26. Reynir Torfason sjómaður, Ísafirði
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert