Rekur að landi við Dyrhólaey

Dyrhólaey.
Dyrhólaey. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út vegna togara sem rekur nálægt landi í Vík í Mýrdal. Rekið er nokkuð hægt og hefur áhöfnin kastað út akkeri.

Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns, er lögreglan á leið á vettvang en bæði björgunarbátur og lóðs eru á leið á vettvang frá Vestmannaeyjum.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is er togarinn íslenskur og tæplega 30 í áhöfn hans. Gott veður er á þessum slóðum. 

Bætt við klukkan 9:53

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst upp úr klukkan 9:30 í morgun uppkall frá íslensku fiskiskipi sem statt var grunnt vestur af Dyrhólaey. Skipið átti í vélarvandræðum.

Samstundis var áhöfn þyrlu, björgunarsveitir Landsbjargar í Vestmannaeyjum og Suðurlandi auk dráttarskips frá Vestmannaeyjum kölluð út, þá var næsta skip við vettvang kallað til aðstoðar.

Fiskiskipið setti út akkeri sem heldur, veður og sjólag á svæðinu er gott.

Áætlað er að skip sem mun ráð við að draga fiskiskipið verði komið að honum um klukkan 10:30. Ástandið er tryggt eins og staðan er, segir í tilkynningu sem Landhelgisgæslan hefur sent frá sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert