Óskuðu hælis eftir komuna með Norrænu

Norræna á Seyðisfirði. Mynd úr safni.
Norræna á Seyðisfirði. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

Þrír flóttamenn komu til landsins með Norrænu í morgun og gáfu sig fram við lögregluyfirvöld á Seyðisfirði. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum er að ræða þrjá fullorðna karlmenn sem keyptu sér miða með skipinu og óskuðu svo eftir hæli hér eftir komuna til landsins.

Mennirnir segjast koma frá Líbanon og Sýrlandi. Að sögn lögreglunnar hefur verið haft samband við Útlendingaeftirlitið og verða mennirnir sendir suður á morgun, þar sem hefðbundin skráning fer fram, en þangað til dvelja þeir hjá lögreglunni fyrir austan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert