Aldrei fleiri á boðunarlista Fangelsismálastofnunar

Rýmum fjölgar um 30 í nýju fangelsi á Hólmsheiði.
Rýmum fjölgar um 30 í nýju fangelsi á Hólmsheiði. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Nú eru 560 manns á svokölluðum boðunarlista Fangelsismálastofnunar en á honum eru allir þeir sem stofnunin hefur boðað til afplánunar.

Að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra hefur listinn aldrei verið lengri og þeir sem lengst hafa beðið eftir að taka út refsingu sína hafa verið á listanum í sex ár, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Páll bindur vonir við að hratt muni ganga á listann þegar nýja fangelsið á Hólmsheiði verður komið í gagnið, en flestir þeirra sem eru á listanum fengu stutta dóma. 26 dómar hafa fyrnst það sem af er þessu ári vegna þess að fullnusta þeirra hefur ekki farið fram innan tilskilins tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert