Allir ákærðu mættir í Aurum-máli

Aurum-málið í héraðsdómi í dag. Verjendur auk Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, …
Aurum-málið í héraðsdómi í dag. Verjendur auk Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Bjarna Jóhannessonar og Magnúsar Arnar Arngrímssonar. Árni Sæberg

Allir ákærðu í Aurum-málinu svokallaða voru mættir þegar aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Það eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Ásgrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri bankans, og Jón Ásgeir Jóhannesson, sem var einn af aðaleigendum bankans á sínum tíma.

Ólafur Hauksson héraðssaksóknari flytur málið fyrir hönd ákæruvaldsins og hóf hann daginn á að fara stuttlega yfir málið áður en verjendur allra ákærðu voru einnig með stutta framsögu. Að því loknu steig Lárus Welding í vitnastúkuna og fór sjálfur með framsögu, en slíkt hefur tíðkast í stóru hrunmálunum. Að lokinni framsögu hans mun saksóknari hefja skýrslutöku yfir Lárusi og síðar í dag fer fram skýrslutaka yfir Magnús og Bjarna, ef dagskrá gengur upp. Skýrslutaka Jóns Ásgeirs er á dagskrá á morgun.

Þetta er í annað skiptið sem Aurum-málið er flutt fyrir héraðsdómi, en áður hafði málið verið ógilt af Hæstarétti og sent aftur í hérað.

Lárus Welding ásamt verjendum.
Lárus Welding ásamt verjendum. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert