Bætt aðgengi fyrir hreyfihamlaða

Frá Laugardalslaug.
Frá Laugardalslaug. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verulegar umbætur hafa verið gerðar á Laugardalslaug til þess að bæta aðgengi og aðstöðu fyrir hreyfihamlað fólk samkvæmt fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þannig hafi nýjar lyftur verið settar upp sem auðveldi aðgengi að sjópotti og sundlaug auk þess sem handfestur hafi verið settar á sjópottinn. Þriðja lyftan mun síðan bætast við á næstu mánuðum sem staðsett verður við einn af hefðbundnu pottunum. 

„Þá hefur búnaður í fjórum skiptiklefum fyrir fatlað fólk verið bættur meðal annars með nýjum sturtustólum, sem eru hjólastólar fyrir baðrými. Nýir sturtustólar eru einnig í almennum baðklefum, auk þess sem komin er ný talía eða færanlegur lyftubúnaður til að auðvelda að komast úr eigin hjólastól yfir í sturtustól. Fyrir framan Laugardalslaug var bílastæðum fyrir hreyfihamlað fólk fjölgað um tvö og eru þau með snjóbræðslu,“ segir ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert