Eldur kom upp í Grímsnesi

Búið er að slökkva eldinn.
Búið er að slökkva eldinn. mbl.is/Árni Sæberg

Búið er að slökkva eld sem kom upp í parhúsi við Borg í Grímsnesi á fimmta tímanum í dag. Þetta staðfesti Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, í samtali við mbl.is.

Þrjár manneskjur komust út úr húsinu af sjálfsdáðum eftir að eldurinn kom upp. Hundur varð eftir en reykkafarar björguðu honum. Að sögn Péturs gekk slökkvistarf hratt og örugglega fyrir sig eftir að slökkvilið kom á staðinn.

Verið að flytja fólkið í burtu til skoðunar í sjúkrabílum en einhver grunur er um reykeitrun. Slökkvilið vinnur að því að reykræsta húsið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert