Gjörgæsludeild er teppt

Hver dagur á sjúkrahúsi hér kostar mun minna en í …
Hver dagur á sjúkrahúsi hér kostar mun minna en í öðrum löndum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson

Allt að 10% þeirra sjúklinga sem leitað hafa til slysa- og bráðadeildar Landspítalans á síðustu misserum eru erlendir ferðamenn eða fólk með erlent ríkisfang.

Álag á sjúkrahúsið hefur aukist mikið að undanförnu vegna þessa og það kemur meðal annars fram á gjörgæsludeildunum sem eru tvær og rúmin fjórtán.

„Að undanförnu hefur það oft gerst að öll gjörgæsluplássin eru upptekin og vel það. Núna snemma í vikunni voru gjörgæslusjúklingarnir alls sextán, meðal annars í kjölfar alvarlegra umferðarslysa,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Eins og fram hefur komið í fréttum á síðustu mánuðum eru það oft útlendingar sem verða fyrir miska, til dæmis í umferðinni eða öðrum óhöppum, eða veikjast skyndilega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert