Framboðslistar staðfestir fyrir kosningar

mbl

Landskjörstjórn staðfesti í gær þá lista sem bjóða fram í alþingiskosningunum 29. október. Alls bjóða 12 flokkar fram að þessu sinni, níu þeirra eru í framboði í öllum kjördæmum og þrír flokkar bjóða fram lista í einu til fimm kjördæmum. 

Í engu kjördæmanna sex eru allir 12 flokkarnir í framboði, en í tveimur kjördæmum eru ellefu flokkar í framboði og 10 flokkar bjóða fram í fjórum kjördæmum. 

 

Í Norðvesturkjördæmi eru 10 listar í framboði:

A-listi Bjartrar framtíðar

B-listi Framsóknarflokks

C-listi Viðreisnar

D-listi Sjálfstæðisflokks

E-listi Íslensku þjóðfylkingarinnar

F-listi Flokks fólksins

P-listi Pírata

S-listi Samfylkingarinnar

T-listi Dögunar

V-listi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs

 

Í Norðausturkjördæmi bjóða fram 10 listar:

A-listi Bjartrar framtíðar

B-listi Framsóknarflokks

C-listi Viðreisnar

D-listi Sjálfstæðisflokks

F-listi Flokks fólksins

P-listi Pírata

R-listi Alþýðufylkingarinnar

S-listi Samfylkingarinnar

T-listi Dögunar

V-listi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs

 

Flestir flokkar eru í framboði í Suðurkjördæmi, en þar eru 11 listar í framboði:

A-listi Bjartrar framtíðar

B-listi Framsóknarflokks

C-listi Viðreisnar

D-listi Sjálfstæðisflokks

E-listi Íslensku þjóðfylkingarinnar

F-listi Flokks fólksins

P-listi Pírata

R-listi Alþýðufylkingarinnar

S-listi Samfylkingarinnar

T-listi Dögunar

V-listi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs

 

Í Suðvesturkjördæmi eru 10 listar í framboði:

A-listi Bjartrar framtíðar

B-listi Framsóknarflokks

C-listi Viðreisnar

D-listi Sjálfstæðisflokks

F-listi Flokks fólksins

P-listi Pírata

R-listi Alþýðufylkingarinnar

S-listi Samfylkingarinnar

T-listi Dögunar

V-listi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs

 

Í Reykjavíkurkjördæmi norður eru tíu listar í framboði:

A-listi Bjartrar framtíðar

B-listi Framsóknarflokks

C-listi Viðreisnar

D-listi Sjálfstæðisflokks

F-listi Flokks fólksins

P-listi Pírata

R-listi Alþýðufylkingarinnar

S-listi Samfylkingarinnar  

T-listi Dögunar  

V-listi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs

 

11 listar eru hins vegar í framboði í Reykjavíkurkjördæmi suður:

A-listi Bjartrar framtíðar

B-listi Framsóknarflokks

C-listi Viðreisnar

D-listi Sjálfstæðisflokks

F-listi Flokks fólksins

H-listi Húmanistaflokksins

P-listi Pírata

R-listi Alþýðufylkingarinnar

S-listi Samfylkingarinnar  

T-listi Dögunar  

V-listi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert