Viðamikil aðgerð gegn skipulagðri glæpastarfsemi

Höfuðstöðvar Europol.
Höfuðstöðvar Europol.

Rúmlega þrjú hundruð manns voru handteknir í alþjóðlegum lögregluaðgerðum Europol og samstarfsaðila stofnunarinnar á dögunum gegn skipulagðri glæpastarfsemi um allan heim. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni.

Samstarfsverkefnið gengur undir heitinu Operation Ciconia Alba en aðgerðirnar að þessu sinni stóðu yfir í eina viku. Var meðal annars lagt hald á meira en tvö tonn af kókaíni. „Flestir hinna handteknu, eða tæplega 200 manns, eru þó grunaðir um aðild að netglæpum. Fjölmargir, eða um 70, voru handteknir í tengslum við rannsóknir mansalsmála.“

Lögreglan á Íslandi, tollyfirvöld og tengslaskrifstofa lögreglunnar hjá Europol komu að viðamiklum undirbúningi aðgerðanna en tvo mansalsmál hér á landi tengjast aðgerðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert