Dæmdur fyrir að slá fyrrverandi stjúpson

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Karlmaður fékk tveggja ára skilorðsbundinn dóm í Hæstarétt í dag og er gert að sæta 30 dögum í fangelsi fyrir að hafa slegið fyrrverandi stjúpson sinn í andlitið. Að auki þarf hann að greiða brotaþola 250.000 krónur í miskabætur og allan sakarkostnað. 

Brotaþoli mætti á lögreglustöð þann 19. maí 2014 ásamt móður sinni og lagði fram kæru á hendur ákærða, fyrrverandi stjúpföður brotaþola, vegna líkamsárásar sem hann hafi orðið fyrir 4. nóvember 2013. Lýsti brotaþoli fyrir lögreglu hvernig ákærði átti að hafa slegið hann ítrekað.

Brotaþoli bar að í umrætt sinn hafi hann átt að vera á æfingu í sundlaug en hafi ekki viljað það, þar sem honum hafi verið illt í maganum. Hafi ákærði komið og beðið hann að fara aftur á æfinguna en hann ákveðið að fara í heita pottinn. Ákærði hafi þá látið sækja hann og þegar þeir hafi verið komnir inn í bíl ákærða, þar sem þeir hafi setið frammi í bifreiðinni, hafi ákærði byrjað að æsa hann upp, verið „öskureiður“ yfir því að hann hafi ekki farið á æfinguna og slegið hann inni í bifreiðinni.

Ákærði neitaði sök um að hafa lamið brotaþola.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert