Framkvæmdaleyfi stendur

Frá framkvæmdum á Bakka við Húsavík.
Frá framkvæmdum á Bakka við Húsavík. mbl.is/Helgi Bjarnason

Ekki eru þeir ágallar á útgáfu Sveitarfélagsins Norðurþings á framkvæmdaleyfi til handa Landsneti vegna Þeistareykjalínu 1 að ástæða sé til að ógilda ákvörðunina.

Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna kæru Landverndar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Úrskurðurinn gekk því á annan veg en úrskurður í máli Skútustaðahrepps en í því tilviki var framkvæmdasleyfið fellt úr gildi. Áður hafði úrskurðarnefndin hafnað því að stöðva framkvæmdir Landsnets í Norðurþingi. Niðurstaða umfjöllunar úrskurðarnefndarinnar um umhverfismat framkvæmdarinnar er að sveitarstjórn hafi með ásættanlegum hætti tekið rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert