Fyrsti ríkisráðsfundur Guðna á morgun

Bessastaðir.
Bessastaðir. mbl.is/Ómar

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman til fundar á Bessastöðum á morgun klukkan 14. Er það fyrsti ríkisráðsfundur Guðna Th. Jóhannessonar, sem var kjörinn forseti í sumar.

Ráðherrar funda með forseta á ríkisráðsfundum en efni fundarins á morgun er hefðbundið, samkvæmt upplýsingum frá Ágústi Geir Ágústssyni, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu.

Ráðið mun á morgun endurstaðfesta öll lögin sem Alþingi samþykkti á haustþinginu. Ríkisráðfundir eru haldnir við lok löggjafarþings og á gamlársdag. 

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert