Jólageitin stóð af sér veðrið

Jólageitin stóð af sér veðrið.
Jólageitin stóð af sér veðrið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvær litlar dráttavélar voru notaðar til að þyngja jólageitina við Ikea og einnig var slökkt á seríunni vegna hvassviðrisins sem gekk yfir landið í gær. Þetta bar góðan árangur því jólageitin stóð af sér veðrið. „Við höfum gert þetta undanfarið þegar von er á vondu veðri,“ segir Guðný Camilla Aradóttir markaðs- og umhverfisstjóri Ikea.

Í gegnum tíðina hefur jólageitin oft fallið fyrir kröftugum Kára en útlit er fyrir að starfsfólk Ikea sé farið að sjá við veðurguðunum, að minnsta kosti í þetta skiptið.

Frétt mbl.is: Tölfræðin ekki hliðholl jólageitinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert