Keppa við ferðaskrifstofur um hótelgistingu

Útlendingastofnun hefur nú leigt þetta fyrrverandi hjúkrunarheimili af Reykjavíkurborg. Þar …
Útlendingastofnun hefur nú leigt þetta fyrrverandi hjúkrunarheimili af Reykjavíkurborg. Þar munu einhleypir karlar í hópi hælisleitenda búa mbl.is/Árni Sæberg

Undanfarið hefur Útlendingastofnun þurft að hýsa rúmlega 100 hælisleitendur á hótelum vegna skorts á öðru húsnæði.

Talsverð ásókn er í hótelgistingu vegna fjölda erlendra ferðamanna og í sumum tilvikum hefur þurft að flytja hælisleitendur á milli hótela, því eingöngu er hægt að fá gistingu fáar nætur í senn.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, heilmikinn tíma fara í að útvega þessi herbergi og flytja fólk á milli staða. „En við eigum engra annarra kosta völ,“ segir hún. „Fólkið þarf að hafa húsaskjól.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert