Kostnaðurinn eykst

Persónuupplýsingar varða ekki aðeins upplýsingar um einkahagi fólks.
Persónuupplýsingar varða ekki aðeins upplýsingar um einkahagi fólks. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Gera má ráð fyrir því að nýjar reglur um persónuvernd muni kalla á einhvers konar breytingar hjá nánast öllum fyrirtækjum og stofnunum í landinu með tilheyrandi aukningu kostnaðar.

Breytingarnar eru þær umfangsmestu sem gerðar hafa verið á persónuverndarlöggjöf í tvo áratugi. Þær eru á grundvelli nýsamþykktrar reglugerðar ESB um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og frjálst flæði slíkra upplýsinga, sem gekk í gildi í maí síðastliðnum.

Reglugerðin mun taka gildi í ESB í maí 2018 og hefur Persónuvernd upplýst að samsvarandi breytingar á íslensku persónuverndarlöggjöfinni muni taka gildi á sama tíma, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert