Mikilvægt að ræða hlutverk stjórnarskráa

Guðni Th. Jóhannesson heldur ræðu í dag.
Guðni Th. Jóhannesson heldur ræðu í dag. mbl.is/Ófeigur

„Ef ykkur finnst stjórnarskráin ekki hjálpa ykkur að ná markmiðum ykkar, þá þurfið þið nýja stjórnarskrá,“ sagði prófessor David Carillo á ráðstefnu sem haldin var í ljósi mismunandi hlutverka stjórnarskráa sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík í dag.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setti ráðstefnuna. Aðrir fyrirlesarar voru: David Carrillo, Stephen Duvernay og Brandon Stracener frá lagadeild Berkeley. Arne Hintz frá Cardiff University, Alex Prichard frá University of Exeter og Ruth Kinna og Thomas Swan frá Loughborough University. Fundarstjóri var Katrín Oddsdóttir stundakennari við lagadeild HR.

Tímasetningin engin tilviljun

Guðni horfði dreyminn á svip yfir kennslustofuna í Háskólanum þegar hann hóf sína ræðu og sagði að hann vildi næstum vera kominn aftur í kennslu þegar hann væri kominn inn í skólann. Hann benti á að tímasetning þessarar ráðstefnu væri engin tilviljun.

„Þennan dag, 20. október fyrir fjórum árum var þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá Stjórnlagaþings,“ sagði Guðni og benti á að mikill meirihluti þeirra sem kaus hefði samþykkt stjórnarskrána en ekkert hefur gerst í þeim málum síðan.

Gestir fylgdust með fyrirlesurunum.
Gestir fylgdust með fyrirlesurunum. mbl.is/Ófeigur

Forsetinn benti á að auðvelt væri að ræða um sum málefni. „Vísindamaður á ekki að hafa neinar óskir eða drauma, eingöngu hjarta úr steini. Það góða við vísindi er að þau eru sönn, hvort sem þú trúir þeim eða ekki,“ sagði Guðni og tengdi þetta við stjórnarskrármál:

„Eftir bankahrunið 2008 hófst endurnýjunarferli sem endaði með þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir fjórum árum,“ sgði Guðni en ólíkt vísindunum er erfitt að segja til um hvað sé satt eða ósatt í stjórnarskrármálum; fullyrðingar séu ekki réttar eða rangar.

„Framtíðin hér á landi er áhugaverð en það verður kosið til þings eftir níu daga. Það er alltaf mikilvægt að ræða hlutverk stjórnarskrá í samfélögum,“ sagði Guðni að lokum.

Flestallir fylgdust með af mikilli athygli.
Flestallir fylgdust með af mikilli athygli. mbl.is/Ófeigur

David Carrillo, Stephen Duvernay og Brandon Stracener ræddu málin í sameiningu en þeir fjölluðu um beint lýðræði í Kaliforníu, stærsta ríkinu í Bandaríkjunum. 

Þeir segja reynsluna frá sínu ríki góða, að mestu leyti. Fólki hefur völdin og getur tekið þau frá stjórnmálamönnum ef þurfa þykir. Nær þessi saga allt aftur til ársins 1911 en þá var ákveðið að setja upp þrenns konar atkvæðagreiðslur með beinni þátttöku allra kjósenda. 

Tillögum um ný lög, möguleiki á að fella lög úr gildi og vantraust á kjörna fulltrúa. Af þessu þrennu er sá fyrsti langmest notaður, en dæmi eru um hitt. Carrillo líkti aðstæður í Kaliforníu árið 1911 við aðstæður hér á landi í dag.

„Ég hef bara verið í embætti í tvo mánuði“

Duvernay benti á að mikilvægt væri að menn í æðstu stöðum stjórnkerfisins gætu einungis sinnt embættum sínum í ákveðinn tíma, annars vildu menn halda áfram út í eilífðina. „Með fullri virðingu, herra,“ sagði Duvernay og beindi orðum sínum að Guðna. „Ég hef bara verið í embætti í tvo mánuði,“ sagði Guðni og hló.

Stracener fjallaði um neikvæðar hliðar beins lýðræðis. Almennir kjósendur hafa bæði ákveðið að lækka skatta og síðan hefur það tíðkast að fyrirtæki eða ríkir einstaklingar greiða góðum málum sem auka útgjöld atkvæði sitt.

Beint lýðræði hefur kosti og galla

„Til eru þeir sem segja nei við öllu sem kosið er um. Kannski er það vegna þess að þeir eru ekki hrifnir af beinu lýðræði, eða ef til vill eiga þessi einstaklingar í vandræðum með að setja sig inn í flókin mál,“ sagði Stracener. Hann benti einnig á að fólk væri ekki í fullri vinnu sem stjórnmálamenn og það hefði ekki 40 klukkustundir á viku til að setja sig inn í öll málefni.

Beint lýðræði átti að vera öryggisventill til að meirihlutinn gæti ekki vaðið yfir minnihlutann. Eins og áðurnefndir fræðimenn frá Kaliforníu bentu á þá getur það hins vegar átt sér stað í beinu lýðræði. „Beint lýðræði er ekki hræðilegt en hefur samt ýmsa galla,“ sagði Stracener.

Lögmaðurinn Ragnar Aðalsteinsson var á meðal þeirra sem hlýddu á …
Lögmaðurinn Ragnar Aðalsteinsson var á meðal þeirra sem hlýddu á fyrirlestrana í HR. mbl.is/Ófeigur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert