Minna greitt fyrir kvennaleiki

Dómarar fá minna greitt fyrir kvennaleiki en karlaleiki.
Dómarar fá minna greitt fyrir kvennaleiki en karlaleiki. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Dómarar sem dæma í efstu deild karla í körfubolta á Íslandi fá meira borgað en dómarar sem dæma í efstu deild kvenna. Á þetta einnig við um yngri flokka þar sem dómarar fá meira greitt fyrir leik hjá strákum en stelpum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag viðurkennir formaður KKÍ að fyrirkomulagið sé ekki réttlátt og kallar það asnalegt. Hann segir jafnframt að það megi rekja til samninga sem gerðir voru fyrir nokkrum árum. Til standi að bæta úr þessu þegar nýir samningar verða gerðir.

Hafrún Kristjánsdóttir, lektor við íþróttafræðisvið tækni- og verkfræðideildar í Háskólanum í Reykjavík, vakti athygli á þessu misræmi í erindi á jafnréttisdögum HR. Byggist erindið á viðamikilli rannsókn á jafnrétti í íþróttum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert