Nakin kona við hús á Barónsstíg

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Tilkynnt var um unga nakta konu við hús á Barónsstíg skömmu fyrir miðnætti. Konan var fljótlega handtekin, þá komin á Laugaveg, og var hún í mjög annarlegu ástandi. Hún var vistuð í fangageymslu lögreglu sökum ástands.

Síðar kom í ljós að konan hafði brotið rúðu í útihurð húsnæðis við Barónsstíg, farið þar inn og farið úr fötum sínum.

Rætt verður við konuna þegar ástand hennar hefur batnað.

Bifreið var stöðvuð í Hafnarfirði um hálffjögurleytið í nótt. Ung kona sem sat undir stýri er grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna. Bifreiðin reyndist ótryggð og var númerið klippt af.

Lögreglumenn hugðust tala við ökumann vespu í Kópavogi þar sem ljós voru í ólagi og ökumaður án hjálms, um ellefuleytið í gærkvöldi. Ökumaðurinn jók hraðann en náðist skömmu síðar. Hann var kærður fyrir vörslu fíkniefna en hann hafði ætluð fíkniefni í vösum sínum.

Tilkynnt var um ölvaðan mann í Breiðholti um hálftólfleytið þar sem hann hótaði sjálfsvígi. Þegar lögreglan kom á vettvang veittist maðurinn að henni. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu sökum ölvunar þar til hægt verður að bjóða honum viðeigandi aðstoð á heilbrigðisstofnun.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert