Öryggissjónarmið ráði för

Umdeildir gámar í Hafnarfirði.
Umdeildir gámar í Hafnarfirði. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Í upphafi árs 2016 var ákvörðun tekin um það hjá Hafnarfjarðarbæ að lóðarhafar þyrftu að sækja um stöðuleyfi fyrir gáma sem standa lengur en tvo mánuði á lóð og greiða fyrir þá stöðuleyfi.

Ákvörðunin nær til allra atvinnu- og íbúðarlóða nema þeirra sem eru með skilgreint gámasvæði samkvæmt skipulagi, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ.

„Hér ráða öryggissjónarmið fyrst og fremst ferðinni en einnig tillitssemi við nágranna,“ sagði Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert