Tillaga um lokun Laugavegar 4-6

Séð yfir hús við Laugaveg og Hverfisgötu.
Séð yfir hús við Laugaveg og Hverfisgötu. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Lögð var fram tillaga í umhverfis- og skipulagsráði í gær um að loka Laugavegi 4-6 af öryggisástæðum vegna framkvæmda.

Lokunin myndi þá vera frá gatnamótum Bergstaðastrætis að Skólavörðustíg.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir, bókuðu á fundinum að gagnrýnisvert væri hve reynt hefði á þol rekstraraðila og íbúa þar sem áætlanir hafa ekki staðist varðandi framkvæmdatíma. Þá telja þau mikilvægt að tímasetningar standist og byggingarkraninn verði fjarlægður eigi síðar en 30. nóvember eins og áætlað er fyrir jólaverslunartímabilið sem sé rekstraraðilum mikilvægt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert