„Við klárum þetta fyrir helgi“

Gunnar Bragi Sveinsson.
Gunnar Bragi Sveinsson. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er eins og gengur, stundum tefjast mál en þetta klárast fyrir helgina,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, í samtali við mbl.is. Í fyrradag rann út frestur sem Alþingi veitti ráðherra til að skipa sam­ráðshóp um end­ur­skoðun bú­vöru­samn­inga.

Gunnar sagði málið ekki hafa gleymst en ýmsar ástæður hafi verið fyrir því að ekki tókst að klára það á tilsettum tíma. Búið hafi verið að skipa formann en sá hafi gengið úr skaftinu.

„Því miður náðist ekki að klára þetta. Það eru ýmsar ástæður fyrir því sem í sjálfu sér skipta engu máli. Þetta tafðist en við klárum þetta fyrir helgina, á morgun. Þá sendum við út tilnefningarbréfin.

Í lög­um um breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um og fleiri lög­um vegna bú­vöru­samn­ing­anna, sem Alþingi samþykkti 13. sept­em­ber síðastliðinn, seg­ir í bráðabirgðaákvæði: „Eigi síðar en 18. októ­ber 2016 skal sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra skipa sam­ráðshóp um end­ur­skoðun bú­vöru­samn­inga. Tryggja skal aðkomu afurðastöðva, at­vinnu­lífs, bænda, launþega og neyt­enda að end­ur­skoðun­inni og skal henni lokið eigi síðar en árið 2019.“

Félag atvinnurekenda undraðist í gær seinaganginn„Við höf­um ekk­ert heyrt. Okk­ur og fleir­um vor­um gef­in fyr­ir­heit um að við yrðum í þess­um hópi. Maður hefði haldið að við ætt­um að fá bréf og eða ráðuneytið ætti að vera búið að gefa eitt­hvað út um þetta,“ seg­ir Ólaf­ur Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda, í sam­tali við mbl.is í gær.

Frétt mbl.is: „Við höfum ekkert heyrt“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert