22 tonn á dag af innlendum mat

Ferð á Bæjarins bestu orðin hluti af upplifun ferðamanna af …
Ferð á Bæjarins bestu orðin hluti af upplifun ferðamanna af Íslandi. mbl.is/Árni Sæberg

Að fá sér eina með öllu á Bæjarins bestu er orðið hluti af upplifun ferðamanna af Íslandi, eins og sést á þeim mannfjölda sem leggur leið sína í pylsuvagninn á degi hverjum.

Á Bæjarins bestu eru seldar SS-pylsur og hefur sala á þeim aukist í takt við fjölgun ferðamanna, að sögn Steinþórs Skúlasonar, forstjóra Sláturfélags Suðurlands.

„Við erum að njóta ferðamannastraumsins í sölu á slíkum vörum. Við höfum líka breytt umbúðunum og erum komin með pylsuumslag sem er með íslensku öðru megin og ensku hinum megin,“ segir Steinþór.

Auk pylsunnar er íslenska skyrið orðið hluti af þeim mat sem ferðamönnum finnst þeir þurfa að smakka þegar þeir koma hingað til landsins, að því er fram kemur í umfjöllun um neyslu erlendra ferðamanna hér í landi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert