Einstæðir og öryrkjar þiggja oftast aðstoð

Margir þurfa mataraðstoð.
Margir þurfa mataraðstoð. mbl.is/Golli

Örorka er helsta ástæða þess að fólk leitar til líknarsamtaka eftir mataraðstoð. Einstæðir foreldrar eru einnig í þessari stöðu, erlendir ríkisborgarar og hælisleitendur.

Þetta kemur fram í nýlegri könnun Velferðarvaktarinnar sem kannaði stöðu þessara mála fimm ár aftur í tímann.

Staða þessara mála verður rædd í dag hjá Pepp, sem er sameiginlegur vettvangur þeirra samtaka sem svona málum sinna. Hundruð manna fá mataraðstoð á hverju ári, auk þess sem margir fá stuðning til að kaupa lyf og skóladót fyrir börnin, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert