Hlýtt í veðri fyrsta vetrardag

Hlýjast verður fyrir norðan á morgun, fyrsta vetrardag. Hiti getur …
Hlýjast verður fyrir norðan á morgun, fyrsta vetrardag. Hiti getur náð allt að 14 stigum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Það lítur út fyrir vætusamt en hæglátt veður um helgina. Á morgun, fyrsta vetrardag, er spáð suðaustan 5-13 metrum á sekúndu. Rigning verður sunnan- og vestantil, en skýjað með köflum um landið norðaustanvert og úrkomulítið.

„Þrátt fyrir vætuna verður hlýtt veður, allt að 14 stig fyrir norðan,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Að hans mati er óhætt að fullyrða að óvenjulega hlýtt sé í veðri miðað við árstíma. Veturinn sé þó ekki langt undan. „Það virðist vera að fara að kólna eftir helgi en svo hlýnar aftur. Við gætum hins vegar farið að sjá einhver él þegar líða fer á vikuna.“

Á sunnudag verður suðlæg átt, 5-10 metrar á sekúndu og víða rigning, talsverð suðaustantil, en úrkomuminna á norðausturlandi. Hiti verður á bilinu 6 til 13 stig, áfram hlýjast norðaustantil.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert