Ólafur kjörinn formaður Neytendasamtakanna

Ólafur Arnarson, til vinstri, ásamt nafna sínum Ísleifssyni.
Ólafur Arnarson, til vinstri, ásamt nafna sínum Ísleifssyni. mbl.is/Árni Sæberg

Ólafur Arnarson var kjörinn formaður Neytendasamtakanna á þingi samtakanna í Rúgbrauðsgerðinni í Borgartúni í dag.

Jóhannes Gunnarsson hafði gegnt formennsku undanfarin 26 ár en hann ákvað að gefa ekki kost á sér á ný.

Fimm voru í framboði til formanns en auk Ólafs voru það Árni Eðvaldsson húsasmíðameistari, Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingur, Pálmey Gísladóttir lyfjatæknir og Teitur Atlason, varaformaður samtakanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert