Arna Ýr: Ég er hætt

Arna Ýr var valin ungfrú Ísland árið 2015.
Arna Ýr var valin ungfrú Ísland árið 2015.

„Þetta var ekki misskilningur heldur var mér sagt að segja þetta og ég sé hrikalega eftir því,“ segir fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir. Hún segist ekki ætla á svið í keppninni Miss Grand International í Las Vegas sem fram fer annað kvöld. Hún sé hér með búin að leggja hælana á hilluna.

Frétt mbl.is: „Það eru allir stoltir af þér!“

Arna sagði frá því í fyrradag að eigandi keppninnar hefði sagt henni að grennast fyrir úrslitakvöldið. Í gær sagði hún svo að skilaboðin hefðu verið byggð á misskilningi. Þá sagði hún m.a.: „„Þetta var mis­skiln­ing­ur. Þeim finnst ég vera flott.“

Í dag skrifar hún hins vegar á Facebook að enginn misskilningur hafi verið á ferðinni: Henni hafi verið sagt að segja að svo væri.

Frétt mbl.is: Fituummælin voru misskilningur

„Ég ætla að standa með sjálfri mér, öllum konum og íslensku þjóðinni,“ skrifar Arna Ýr. „Ég ætla ekki að láta segja mér að ég hafi of mikla fitu utan á mér til þess að vera flott uppi á sviði.

Ég er hætt. Ég ætla ekki upp á svið í fegurðarsamkeppninni Miss Grand International.“

Arna Ýr segist hafa skilið eftir bréf til eiganda keppninnar þar sem hún hafi útskýrt hversu fáránleg skilaboðin væru.

„Ef þú ætlar að halda alþjóðlega fegurðarsamkeppni verður þú að vera fær um að sjá alþjóðlega fegurð,“ skrifaði Arna m.a. til eigandans.

Arna þakkar loks fyrir allan stuðninginn. „Ég fer heim sem sigurvegari og stoltasti Íslendingur í  heimi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert