Cosmopolitan hrósar Örnu Ýr

Arna Ýr fékk þau skilaboð frá eiganda keppninnar að hún …
Arna Ýr fékk þau skilaboð frá eiganda keppninnar að hún væri of feit. Ljósmynd/Af Facebook síðu Örnu Ýrar

Vefsíða tískutímaritsins heimsfræga, Cosmopolitan, fjallar um ákvörðun Örnu Ýrar Jónsdóttur, ungfrú Ísland, um að hætta við þátttöku í Miss Grand International.

„Það var lagið! Elska þessa konu,“ skrifar blaðamaður síðunnar um viðbrögð Örnu Ýrar við ummælum eiganda keppninnar um að hún væri of feit og þyrfti að grennast fyrir úrslitakvöldið. Vitnar hún í Iceland Monitor

Frétt mbl.is: Arna Ýr: Ég er hætt

„Athugið þetta. Samkvæmt keppninni Miss Grand International „er markmið Miss Grand International að breiða út boðskap um hamingju og við segjum: „Stöðvum stríð og ofbeldi“,“ skrifar blaðamaðurinn og vitnar í vefsíðu keppninnar.

Frétt mbl.is: „Það eru allir stoltir af þér!“

„LOL! Þessi var góður, vefsíða! Gott ráð: Ef þið viljið breiða út boðskap hamingjunnar, ættuð þið kannski að hætta að koma illa fram við konur varðandi heimskulega hluti eins og þyngd þeirra. Og einnig, gangi ykkur vel með þetta „stöðvum stríð og ofbeldi" á sama tíma og þið eru að hlutgera konur," bætir blaðamaðurinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert