Éljagangur og krapi

Í dag er éljagangur og krapi á Hellisheiði.
Í dag er éljagangur og krapi á Hellisheiði. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nú er éljagangur og krapi á Hellisheiði og hálkublettir á fjallvegum á Snæfellsnesi. Hálkublettir eru einnig á Hálfdán og Steingrímsfjarðarheiði en aðrir vegir á landinu eru greiðfærir, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.

Veðurvefur mbl.is.

Veðurspá næsta sólarhrings er þessi:

Suðlæg átt, 5-10 m/s og skúrir eða él, en þurrt að mestu norðaustantil. Hiti 4 til 11 stig, hlýjast austanlands. Lægir í kvöld og frystir víða inn til landsins. Gengur í austan 13-20 m/s með talsverðri rigningu sunnantil á morgun, hvassast syðst, en hægara og þurrt fyrir norðan framan af degi. Snýst í hægari sunnanátt með skúrum sunnantil seinni partinn. Hlýnar í veðri á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert