Fleiri ferðast til útlanda

Ferðamenn í Reykjavík.
Ferðamenn í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fleiri Íslendingar ferðuðust til útlanda í sumar en undanfarin ár samkvæmt niðurstöðum nýs þjóðarpúls Gallups. Rúmur helmingur landsmanna ferðaðist þannig til útlanda í sumar, eða 55% samanborið við 47% á síðasta ári og 39% árið þar á undan.

Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu, eru með háskólapróf og með yfir 400 þúsund krónur í mánaðartekjur eru líklegri til þess að hafa ferðast til útlanda í sumar samkvæmt skoðanakönnuninni. Þeir sem búa á landsbyggðinni, eru með grunnskólapróf og lægri mánaðartekjur en 250 þúsund krónur eru hins vegar ólíklegastir til þess.

Einnig var spurt um ferðalög innanlands, en 75% landsmanna ferðuðust um Ísland síðasta sumar samanborið við 71% í fyrra og 82% árið 2014. Þeir sem eru með háskólapróf eru einnig líklegastir til þess að hafa ferðast innanlands síðasta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert