Fundu húsbílinn á hliðinni

Húsbíllinn fauk frá húsinu og lenti á hliðinni neðan við …
Húsbíllinn fauk frá húsinu og lenti á hliðinni neðan við vegaslóða. Ljósmynd/Lögreglan á Vesturlandi

Erlend hjón sem voru á húsbíl leituðu skjóls undir Brekkufjalli í Borgarfirði í óveðrinu sl. föstudag. Fengu hjónin inni í sumarhúsi þar sem þau gistu þar um nóttina. Húsbílnum komu þau fyrir í skjóli uppi við húsið, en þau þorðu ekki að gista í honum þar sem hann lék á reiðiskjálfi, að því er lögreglan á Vesturlandi greinir frá.

Það gekk síðan á með vindhviðum um nóttina og þegar hjónin litu út næsta morgun sáu þau hvar húsbíllinn hafði fokið frá húsinu og lent á hliðinni neðan við vegslóða.

„Það finnst mörgum undarlegt að verið sé að leigja út húsbíla og hjólhýsi til erlendra ferðamanna á þessum, árstíma þegar Íslendingar eru flestir búnir að koma sínum húsbílum, hjólhýsum og fellihýsum í öruggt skjól fyrir veðri og vindum,“ segir á Facebook-síðu lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert