Landsbjörg fann enga bíla fasta

Slysavarnarfélagið Landsbjörg fékk tilkynninguna fyrr í dag.
Slysavarnarfélagið Landsbjörg fékk tilkynninguna fyrr í dag. mbl.is/Ómar

Björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg fundu enga af þeim tíu til tuttugu bílum sem þeir fengu tilkynningu um að sætu fastir á Nesjavallavegi eða í nágrenni hans.

Frétt mbl.is: 10 eða 20 bílar sitja fastir

„Það hefur verið einhver misskilningur eða rangar upplýsingar verið gefnar,“ segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg.

Hann segir að þrír eða fjórir bílar hafi verið sendir á vettvang. Einhverjir sem voru á leiðinni að rútuslysinu sem varð á Þingvallavegi fóru upp á Nesjavallaveg til að athuga með bílana.

Að sögn Jónasar er mögulegt að ökumennirnir hafi haldið að þeir væru fastir en síðan ekki verið það. Einnig kemur til greina að aðrir hafi komið þeim til aðstoðar áður en björgunarsveitarmenn komu á vettvang.

„Af tvennu illu þá er betra að það sé ekkert að en að það sé eitthvað að,“ segir Jónas um útkallið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert