Situr fastur við Fjórðungsöldu

Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur haft í nógu að snúast í dag.
Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur haft í nógu að snúast í dag. mbl.is/Eggert

Einn bíll situr fastur við Fjórðungsöldu á Sprengisandi og eru björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg á leiðinni á staðinn.

Að sögn Þorsteins G. Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru ferðamenn í bílnum en akstursaðstæður á svæðinu eru ekki góðar.

Stutt er síðan björgunarsveitarmenn voru kallaðir út á Nesjavallaveg vegna 10 til 20 bíla sem þar áttu að hafa setið fastir en bílarnir fundust ekki.

Frétt mbl.is: Landsbjörg fann enga fasta bíla

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert