„Þungur dómur fyrir 5 ára dreng“

Móðir drengsins, sem hér er fyrir miðri mynd, var meðal …
Móðir drengsins, sem hér er fyrir miðri mynd, var meðal þeirra sem mættu á Austurvöll. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkur hópur fólks kom saman á Austurvelli í dag til að sýna samstöðu með 5 ára dreng sem norsk yfirvöld kölluðu eftir að yrði sendu þangað í fóstur. Boðað var til mótmælanna á Facebook og sagði í tilkynningu þeirra sem boðuðu til samstöðufundarins að þeir gerðu þá kröfu að innanríkisráðherra, ásamt þeim sem áhrif hefðu í þessu máli, beitti sér af fullum krafti fyrir því að drengurinn fengi úrlausn sinna mála hér á landi.

Íslenskur dómari hefur þegar staðfest dóm norskra stjórnvalda um að drengurinn skuli sendur til Noregs til vistunar næstu 13 árin og byggir þann dóm á Haag-samningnum.

„Það er hinsvegar verið að svipta drenginn þeim rétt á að þekkja fjölskyldu sína, einu samskiptin sem hann mun geta haft við fjölskylduna eru 2 heimsóknir frá móður sinni á ári í 2 tíma í senn undir eftirliti.  Þetta er þungur dómur fyrir 5 ára dreng,“ sagði í tilkynningunni. 

Þátttakendur í samstöðufundinum kröfðust þess að innanríkisráðherra, ásamt öðrum sem …
Þátttakendur í samstöðufundinum kröfðust þess að innanríkisráðherra, ásamt öðrum sem áhrif hafa í málinu, beiti sér fyrir því að drengurinn fái úrlausn sinna mála hér á landi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert